Hörður Jóhannsson, Forstjóri, fæddist á Þórhöfn Langanesi 18. júli 1934. Hann lést á sjúkahúsi Akraness 28. október 2012.
Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Snæbjörn Snæbjörnsson húsasmiður frá Barká, Hörgárdal, f. 2. sept. 1902, d. 2. sept. 1978 og Lára Lárusdóttir, húsfreyja, frá Heiði á Langanesi, f. 12. des. 1908, d. 8. apr. 1998. Systkini Harðar eru Erla, f.23.júni.1930, Bragi, f. 7. okt. 1931, d. 18. júní 2010, Arnþrúður Heiðrún, f. 15. des. 1932, d. 21. mars 1990, Baldur, f. 18. júlí 1934, Birna, f. 26. sept. 1938, Hermann, f. 25. sept. 1941, Sigrún, f. 15. des. 1942, Sæmundur Snorri, f. 22. mars 1947, Lárus Margeir, f. 11. ágúst 1948, Trausti, 12. maí 1951.
Hörður Jóhannsson giftist Þuríði Mýrdal Jónsdóttir, dáin 14.desember 2006, 18.júli 1965. Foreldrar hennar voru Jón Mýrdal Sigurðsson fæddur 1.júni 1901 d, 21 mars 1993 og Rikka Emilía Sigríksdóttir f.14 mars 1910 d 29.apríl 1972. Börn þeirra eru 1) Ríkharður Mýrdal matreiðslumaður f. 7. Febrúar 1964, maki Eva Lára Vilhjálmsdóttir f. 2 febrúar 1983, saman eiga þau börnin Vilhjálm Inga fæddur 1. Júní 2004 og Aletu Von Mýrdal f. 21. apríl 2012. Fyrri maki Ríkharðs var Ágústa Einarsdóttir f. 24 desember 1966, börn þeirra eru Alexander Jarl, f. 5 janúar 1988, Gabríela Sól, f. 28 janúar 1994, Mikael Aron, f. 10 mars 2000. 2) Jón Mýrdal, Framkvæmdastjóri f. 15 apríl 1974, maki hans Sigrún Guðlaugsdóttir f. 15. Júní 1973, barn þeirra er Embla Mýrdal f. 11 maí 2006. 3) Jóhann Mýrdal , iðnaðarmaður, f. 16. ágúst 1976. 4) Dagmar Mýrdal húsmóðir f. 24 júní 1978, maki Einar Örn Arnarson, f. 21. ágúst 1980, börn þeirra eru Örn f. 26. apríl 2005, Rikka Emilía f. 12 júní 2009, Hörður f. 29 júní 2011.
Hörður ólst upp á Þórshöfn á Langanesi til 10 ára aldurs, þá flytur fjölskylda hans í Borgarnes. 14 ára gamall fer að hann að vinna hjá Álafoss í Mosfellsbæ og ári seinna fer hann í byggingavinnu við herstöðina í Hvalfirði og síðar við uppbyggingu á herstöð á Miðnesheiði.
Flyst hann svo aftur í Borgarnes þar sem hann og Baldur tvíburabróðir hans vinna í naglaverksmiðjunni í Brákarey og fór hann á þeirra vegum til Þýskalands að læra galvaneseringu og krómhúðun. Hörður fékkst við ýmis tilfallandi störf allt frá sjómennsku til byggingavinnu frá árunum 1950 til 1963.
1964 stofnar Hörður Bifreiðaþjónustuna í Borgarnesi á Borgarbraut 59. Þar byrjaði hann með dekkjaviðgerðir og smurþjónustu og gerði það að ævistarfi sínu. Hörður átti þátt í að stofna videófélag og voru gerðir sjónvarpsþættir í bílskúrnum á Kveldúlfsgötunni. Hörður tók ógrynni videómynda af mönnum og mannvirkjum með nýjustu tækni þess tíma. Mörg af þessum videóum eru varðveitt á Héraðsbókasafni Borgarfjarðar.
Einnig vakti hann athygli á mikilvægi þess að börn hefðu aðgang að mjólk í skólum landsins og hrinti hann þeirri hugmynd sinni í framkvæmd árið 1986 með því að gefa vikuskammt af mjólk í Grunnskóla Borgarness og fylgdu fyrirtæki á staðnum í fótspor hans. Vakti þetta athygli ríkisstjórnar þess tíma og ákvað hún að niðurgreiða mjólk fyrir alla leik- og grunnskóla landsins.