Borgarfjarðarbrúin framkvæmdir og formleg opnun 1981 HÖLLITV
Borgarfjarðarbrúin var vígð við hátíðlega athöfn sunnudaginn 13. september árið 1981. Framkvæmdir við hana hófust árið 1975. Brúin reyndist mikil samgöngubót og stytti leiðina frá Borgarnesi til Reykjavíkur um 28 kílómetra. Vegalegndir í aðra landshluta, t.d. vestur á Snæfellsnes og á Norðurland styttust einnig allverulega. Brúin er næst lengsta brú landsins, 520 metrar á lengd. Hins vegar hefur brúin mesta flatarmál allra akbrúa í landinu, eða 4.659 fermetra.
Það var Halldór E. Sigurðsson sem klippti á borðann við vígslu brúarinnar. Hann hafði 23 árum áður lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að Vegagerðin framkvæmdi rannsókn á því hvernig stytta mætti landleiðina til Borgarfjarðar, Vesturlands og Norðurlands. Skyldi meðal annars athuga brúargerð milli Seleyrar og Borgarness. Umræður um brúargerð yfir Borgarfjörð höfðu þá átt sér stað í Borgarnesi og er Sigurður Guðbrandsson mjólkurbússtjóri Mjólkursamlags Borgfirðinga almennt talinn sá sem fyrstur fór að hreyfa við henni. Hugmyndin var meðal annars rædd á fundi hjá Rótarýklúbbi Borgarness. Framkvæmdir hófust loks í tíð Halldórs E. sem samgönguráðherra.
Í brúna sjálfa fóru um 5.400 rúmmetrar af steinsteypu og 450 tonn af steypustáli. Stál í vegrið og annað tilheyrandi varð 300 tonn, malarfylling var 420 þúsund rúmmetrar, grjótfylling 110 þúsund rúmmetrar og dúkur 140 þúsund fermetrar. Bundið slitlag var 11 þúsund fermetrar. Vegna umfangsins voru vinnubúðir reistar á Seleyri. Framkvæmdin gekk hins vegar ekki áfallalaust fyrir sig og lést einn maður við gerð hennar.
Heildarkostnaður við verkið nam 155 milljónir króna á samkvæmt verðlagi í ágúst árið 1981. Brúin var líklega stærsta verkefnið í vegagerð í landinu á sínum tíma og starfaði fjöldinn allur af mönnum við framkvæmdina, m.a. verktakar og starfsmenn Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Heiðar Lind Hansson tók saman.
ÚSVB (Útvarps Sjónvarps og Videófélag Borgarnes) Hörður Jóhannsson tók upp videóið og 8mm kvikmynd í þyrlu.
Sæmundur Bjarnarson talar í myndbandinu
Ljósmyndir eru frá Safnhúsi Borgarbyggðar úr safni Einars Ingimundar Málarameistara.
Guðmundur Ingi Waage á nokkrar myndir sem hann tók sem starfsmaður Vegagerðarinnar á framkvæmdatíma.
og ljósmyndir úr safni Vegagerðarinnar.
Myndir úr dróna Ómar Örn Ragnarsson.
Ríkharður Mýrdal Harðarson klippti saman og hlóð upp á YouTube.
Lag í byrjun: Ísborgin af Paradísarlaut 2010. Höf: ríkharður Mýrdal.
Borgarfjarðarbrúin fullgert 1 HD EX 1920x1080 50i